Um hundrað jarðskjálftar hafa mælst sunnan við Hveragerði síðasta sólarhringinn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands voru þetta mjög litlir skjálftar og mældist aðeins handfylli þeirra yfir einn að stærð.
Hrinan hófst í gærmorgun og var þétt síðdegis í gær en virðist nú að mestu vera að detta niður. Að sögn náttúruvársérfræðings eru hrinur sem þessar algengar nærri Hveragerði, ýmist vegna jarðhita eða flekahreyfinga.
Hrinan virðist vera að detta niður. Mynd er úr safni.RÚV / Ragnar Visage