13. júní 2025 kl. 5:56
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Lögregla tók hnúajárn, hamar og fíkniefni af barni

Nærmynd af merki lögreglunnar á búningi lögregluþjóns
Enginn gistir fangageymslur lögreglu eftir nóttina.RÚV / Birgir Þór Harðarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók hamar, hnúajárn og fíkniefni af barni undir lögaldri í Neðra-Breiðholti í gær. Málið var leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda að því er segir í morgunskeyti lögreglunnar.

Lögreglumenn vísuðu fólki út úr stigagangi í vesturborginni eftir að það hreiðraði þar um sig án þess að tengjast húsinu á nokkurn hátt. Manni sem var til vandræða á veitingahúsi í miðborginni var vísað þaðan á brott og þar um slóðir var gerð minni háttar líkamsárás sem er til rannsóknar.