Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun um leyfisveitingar vegna Hvammsvirkjunar.
Í janúar komst Héraðsdómur Reykjavíkur að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun.
Málið höfðuðu eigendur og ábúendur jarða á bökkum Þjórsár. Landsvirkjun óskaði eftir leyfi til að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar og var það veitt.
Frumvarp umhverfisráðherra sem lagt var fram í ljósi úrskurðar héraðsdóms til að liðka fyrir framkvæmdum við Hvammsvirkjun var samþykkt á þingi á mánudaginn. Ný lög ættu ekki að hafa áhrif á meðferð málsins fyrir dómstólum.
Lögum samkvæmt hefur Hæstiréttur fjórar vikur til að dæma í málinu.
Hæstiréttur hefur fjórar vikur til að dæma í máli sem snýst um leyfisveitingar vegna Hvammsvirkjunar. Málið var flutt í morgun.RÚV / Kveikur