Styttan af Leifi heppna og Hallgrímskirkja er vinsælt myndefni ferðamanna.RÚV / Ragnar Visage
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tæp tíu prósent í maí miðað við maímánuð í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þær voru 431 þúsund á landinu. Hlutfallsleg fjölgun var mest á Vesturlandi og á Vestfjörðum eða tæp 32 prósent. Langflestar gistinætur voru í Reykjavík, 210 þúsund, og á Suðurlandi, 101 þúsund. Nærri níu af hverjum tíu nóttum voru gisting erlendra ferðamanna. Tæpur þriðjungur þeirra var Bandaríkjamenn. Fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgað um 3,5%.