8. janúar 2023 kl. 12:50
Íþróttir
Skíðakonan Mikaela Shiffrin jafnar met Lindsey Vonn
Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin vann í morgun sinn 82. sigur á heimsbikarmóti á sínum ferli er hún sigraði í stórsvigi á móti í Slóveníu. Þar með jafnaði hún besta árangur skíðakonu í heiminum en fyrr hafði samlanda hennar Lindsay Vonn náð þessum sama árangri.
Shiffrin getur með sigri á móti í Austurríki á þriðjudaginn bætt metið og þar með orðið annar sigursælasti skíðakeppandi sögunnar. Sá sigursælasti í sögunni er hinn sænski Ingemar Stenmark er vann til 86 gullverðlauna á heimsbikarmótum á sínum ferli.