13. janúar 2023 kl. 8:24
Íþróttir

Kolbeinn sló 30 ára gamalt Íslandsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlaupari úr FH, sló í gærkvöldi 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi karla innanhúss á NIKE-mótaröðinni í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Kolbeinn hljóp á 6,68 sekúndum en fyrra metið átti Einar Þór Einarsson upp á 6,80 sekúndur frá árinu 1993. Kolbeinn komst ansi nálægt metinu strax í undanúrslitum þegar hann hljóp á 6,81 sekúndu. Fyrir átti hann bestan tíma 6,82 frá því í desember.

Næstir í úrslitunum voru Dawid Boc á 6,97 og Gylfi Ingvar Gylfason á 6,98.

RÚV