21. janúar 2023 kl. 19:25
Íþróttir

Newcastle náði þriðja sætinu með marka­lausu jafn­tefli

Markalaust jafntefli við Crystal Palace dugði Newcastle til að komast upp fyrir Manchester United á markatölu í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Newcastle var betra liðið allan leikinn, var 62% með boltann og átti 16 markskot gegn 6 skotum Crystal Palace.

Staða 5 efstu liða

1 Arsenal 18 leikir 47 stig

2 Man City 19 leikir 42 stig

3 Newcastle 20 leikir 39 stig

4 Man Utd 19 leikir 39 stig.

5 Tottenham 20 leikir 33 stig