23. janúar 2023 kl. 18:19
Íþróttir
Frank Lampard rekinn frá Everton
Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur rekið þjálfara sinn Frank Lampard. Ósigur liðsins á móti West Ham á laugardaginn var víst kornið sem fyllti mælinn hjá eigendum félagsins. Liðið er sem stendur í fallbaráttu en það er næst neðst í deildinni með 15 stig eftir 20 umferðir. Everton hefur einungis tekist að ná fimm stigum úr síðustu tólf leikjum í deildinni og aðeins sigrað í þremur leikjum allt þetta tímabil.
Lampard tók við af Rafael Benitez í janúar í fyrra en þá var liðið í sextánda sæti í deildinni og tókst honum að forða liðinu frá falli það árið. Everton fer nú að leita að sjötta þjálfara sínum á fimm árum.