23. janúar 2023 kl. 18:19
Íþróttir

Frank Lamp­ard rekinn frá Ev­ert­on

Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur rekið þjálfara sinn Frank Lampard. Ósigur liðsins á móti West Ham á laugardaginn var víst kornið sem fyllti mælinn hjá eigendum félagsins. Liðið er sem stendur í fallbaráttu en það er næst neðst í deildinni með 15 stig eftir 20 umferðir. Everton hefur einungis tekist að ná fimm stigum úr síðustu tólf leikjum í deildinni og aðeins sigrað í þremur leikjum allt þetta tímabil.

Lampard tók við af Rafael Benitez í janúar í fyrra en þá var liðið í sextánda sæti í deildinni og tókst honum að forða liðinu frá falli það árið. Everton fer nú að leita að sjötta þjálfara sínum á fimm árum.

epa09808536 Everton?s manager Frank Lampard reacts during the English Premier League soccer match between Tottenham Hotspur and Everton in London, Britain, 07 March 2022.  EPA-EFE/ANDY RAIN EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
EPA