11. febrúar 2023 kl. 19:36
Íþróttir
Newcastle gerði jafntefli við Bournemouth
Bournemouth og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Newcastle fór þar með á mis við gullið tækifæri á að komast upp fyrir Manchester United í 3. sæti deildarinnar.
Marcos Senesi kom Bournemouth yfir á 30. mínútu og Miguel Almirón jafnaði fyrir Newcastle í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Newcastle er með 41 stig í fjórða sæti, Man Utd í þriðja sæti með 43 stig og Man City með 45 stig í öðru sæti. Arsenal er efst með 51 stig.