17. febrúar 2023 kl. 14:16
Íþróttir

Odermatt sigraði stórsvigið - Gauti á topp 50

Marco Schwarz frá Austurríki var í forystu eftir fyrri ferð í stórsvigskeppni HM í alpagreinum sem fer fram þessa dagana í Frakklandi. Hann átti þó ekki góða seinni ferð en skíðaði sig þó á verðlaunapall þar sem hann endaði í þriðja sæti. Bestu seinni ferðina átti Svisslendingurinn Loic Meillard sem vann með einum hundraðshluta úr sekúndu á undan Frakkanum Alexis Pinturault, það dugði honum í annað sætið, en bestur í dag var annar Svisslendingur, Marco Odermatt. Odermatt fór ferðirnar báðar af miklu öryggi og hraða og vann keppnina að lokum. Þetta eru önnur gullverðlaun hans á mótinu en hann vann brunið einnig.

Gauti Guðmundsson var einn af 51 skíðamönnum sem kláraði báðar ferðir, hann endaði rúmum 28 sekúndum samanlagt á eftir Odermatt sem skilaði honum í 46. sæti.