26. febrúar 2023 kl. 11:09
Íþróttir
Áfram heldur Duplantis að slá heimsmetið í stangarstökki
Svíinn Armand Duplantis sló í gærkvöld eigið heimsmet í stangarstökki. Hann stökk þá 6,22 metra á innanhúsmóti í Frakklandi.
Þetta er í sjötta sinn sem hinn 23 ára gamli Duplantis slær heimsmetið í greininni en fyrra met hans, 6,21 metri, setti hann á HM í frjálsíþróttum síðasta sumar.