25. mars 2023 kl. 18:50
Íþróttir

ÍBV deild­ar­meist­ari í Ol­ís­deild kvenna

Í dag var spiluð heil umferð í Olísdeild kvenna. Einni umferð er ólokið en ÍBV-konur hafa tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Þær eru tveimur stigum á undan Val og standa betur að vígi í innbyrðis viðureignum.

ÍBV tók á móti Selfossi og vann þægilegan sigur, 41-27. ÍBV hefur nú unnið 20 leiki í röð í öllum keppnum en liðið varð bikarmeistari á dögunum.

Valur gerði góða heimsókn í Kórinn þar sem þær unnu HK 21-28. Þær eru öruggar með annað sætið í deildinni og sitja því hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, líkt og ÍBV.

Þá vann Stjarnan leik sinn gegn Haukum, 23-21 og Fram hafði betur á Akureyri gegn KA/Þór, 25-28. Þetta eru einmitt liðin fjögur sem munu leika í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stjarnan endar í þriðja sæti og Fram í því fjórða en Haukar og KA/Þór eru bæði með 12 stig fyrir síðustu umferðina.

Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, í undanúrslitaleik gegn Selfossi
RÚV / Mummi Lú