30. mars 2023 kl. 10:16
Íþróttir
Hólmfríður Dóra á palli í Slóveníu
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náði stórgóðum árangri í bruni á alþjóðlegu FIS-móti í Petzen í Austurríki í gær. Hún varð í þriðja sæti mótsins, á eftir ákaflega sterkum keppendum. Sigurvegari varð Ilka Stuhec frá Slóveníu, en hún varð önnur í heimsbikarnum í bruni á nýliðinni vertíð og halaði inn flestum FIS-stigum allra kvenna í vetur. Stuhec varð 11. í heimsbikarnum í samanlögðu í vetur.
Önnur í gær varð svo Maryna Gasienica-Daniel frá Póllandi, en hún er þrautreynd í heimsbikarnum í alpagreinum og á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. Hólmfríður Dóra kom svo þriðja á undan Neja Dvornik frá Slóveníu.