1. apríl 2023 kl. 12:41
Íþróttir
Red Bull ökuþórar á sitt hvorum endanum
Red Bull ökuþórarnir Max Verstappen og Sergio Pérez verða á sitt hvorum endanum við upphafi Ástralíu kappakstursins í Formúlu 1 aðfaranótt sunnudags. Verstappen verður á ráspól eftir afbragðs tímatöku, en George Russell var næsti maður eftir á 0,2 sekúndum hægari.
Mexíkóinn Pérez stóð uppi sem sigurvegari í síðustu keppni í Sádi Arabíu en það mun reynast honum erfitt að halda uppteknum hætti. Pérez verður aftastur á ráspól en hann endaði utan brautar í tímatökunni. Verstappen og Pérez eru í 1. og 2. sæti ökuþóra en gamla brýnið Fernando Alonso er í þriðja sæti undir stýri hjá Aston Martin.
Keppnin er á dagskrá klukkan 05:00 í nótt.