1. apríl 2023 kl. 12:41
Íþróttir

Red Bull ökuþórar á sitt hvorum endanum

Red Bull ökuþórarnir Max Verstappen og Sergio Pérez verða á sitt hvorum endanum við upphafi Ástralíu kappakstursins í Formúlu 1 aðfaranótt sunnudags. Verstappen verður á ráspól eftir afbragðs tímatöku, en George Russell var næsti maður eftir á 0,2 sekúndum hægari.

epa09636602 Dutch Formula One driver Max Verstappen of Red Bull Racing in action during the qualifying session of the Formula One Grand Prix of Abu Dhabi at Yas Marina Circuit in Abu Dhabi, United Arab Emirates, 11 December 2021. The Formula One Grand Prix of Abu Dhabi will take place on 12 December 2021.  EPA-EFE/Ali Haider
EPA / EPA-EFE

Mexíkóinn Pérez stóð uppi sem sigurvegari í síðustu keppni í Sádi Arabíu en það mun reynast honum erfitt að halda uppteknum hætti. Pérez verður aftastur á ráspól en hann endaði utan brautar í tímatökunni. Verstappen og Pérez eru í 1. og 2. sæti ökuþóra en gamla brýnið Fernando Alonso er í þriðja sæti undir stýri hjá Aston Martin.

Keppnin er á dagskrá klukkan 05:00 í nótt.