3. apríl 2023 kl. 22:06
Íþróttir

Keflavík náði forystu í einvíginu gegn Njarðvík

Baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta hófst í kvöld þegar úrslitakeppnin fór af stað. Deildarmeistarar Keflavíkur mættu grönnum sínum, ríkjandi Íslandmeisturum í Njarðvík, í seinni leik kvöldsins.

Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik og aðeins stigi munaði á liðunum þegar gengið var til búningsklefa, 38-37 fyrir Keflavík. Áfram var jafnræði með liðunum en Keflvíkingar sigu fram úr í fjórða og síðasta leikhlutanum og unnu tíu stiga sigur, 74-64. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrr í kvöld unnu Valskonur dramatískan sigur í framlengdum háspennuleik, 71-73.