8. apríl 2023 kl. 19:51
Íþróttir
Keppni aftur stöðvuð á Masters
Keppni var aftur stöðvuð vegna veðurs á Masters risamótinu í golfi í kvöld, rétt eins og í gær, og hefur keppni á þriðja hring verið frestað til morguns. Úrhellisrigning er á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum.
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er efstur á samtals 13 höggum undir pari eftir að hafa klárað sjöttu holu á þriðja hring. Spánverjinn Jon Rahm er í öðru sæti á 9 höggum undir pari og áhugamaðurinn bandaríski Sam Bennett er þriðji á 6 höggum undir pari.
Heldur hefur hallað undan fæti hjá Tiger Woods sem er í neðsta sæti af þeim 54 kylfingum sem komust í gegnum niðurskurðinn. Woods hefur leikið sjö fyrstu holurnar á 6 höggum yfir pari og er hann samtals á 9 höggum yfir pari.