17. apríl 2023 kl. 22:24
Íþróttir

Þór Þorlákshöfn í undanúrslit gegn Val

Haukar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í oddaleik í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í kvöld og þar byrjuðu Haukar af krafti og komust í 10-3. Eins og í öllum góðum oddaleikjum jafnaðist staðan og Þórsarar minnkuðu muninn í 23-21. Haukar ruku aftur fram úr en Þór náði áhlaupi í lok fyrri hálfleiks og Haukar voru aðeins þremur stigum yfir í hálfleik, 44-41.

Munurinn fyrir loka fjórðung leiksins var aðeins tvö stig, en enn höfðu Haukar frumkvæðið. Það breyttist hins vegar þegar líða tók á síðasta leikhlutann og Þorlákshöfn kallaði alla sína menn í bátana. Þór stóð betur að vígi á síðustu mínútunum en spennan þó áfram í hámarki.

Þórsarar héldu þó út og kláruðu dæmið á vítalínunni á síðustu sekúndum leiksins. Þór vann fjögurra stiga sigur, 95-91 og er kominn í undanúrslit og mætir þar Íslandsmeisturum Vals.