19. apríl 2023 kl. 21:03
Íþróttir

City og Inter áfram í Meistaradeild

Manchester City og Inter Milano eru komin í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir einvígi gegn Bayern München og Benfica.
City og Bayern gerðu 1-1 jafntefli í Þýskalandi í kvöld og sigruðu lærisveinar Pep Guardiol einvígið samanlagt 4-1. Erling Haaland klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik en bætti upp fyrir það með marki í þeim síðari. Joshua Kimmich klóraði í bakkann fyrir heimamenn af vítapunktinum þegar skammt lifði leiks.

Inter gerði 3-3 jafntefli við gestina frá Portúgal í kvöld. Ítalska liðið leiddi 3-1 en Benfica lagði ekki árar í bát og jafnaði 3-3 á lokamínútum leiksins. Lokatölur í einvíginu urðu 5-3 Inter í vil.

Real Madrid og Manchester City mætast í undanúrslitum og borgarslagur um Milan mun eiga sér stað í hinni viðureigninni, en þar mætast AC Milan og Inter.