19. apríl 2023 kl. 20:11
Íþróttir
Stjarnan sigraði Eyjamenn í blálokin
32 liða úrslit Mjólkurbikars karla fóru af stað í kvöld. Staðan var markalaus í Garðabænum er Stjarnan og ÍBV mættust þar til Sindri Þór Ingimarsson skoraði á lokasekúndum leiksins. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald á 95. mínútu leiksins.
Lærisveinar Ágústs Gylfasonar geta fagnað í kvöld.
Í Vesturbænum var staðan markalaus í hálfleik í leik KR gegn Þrótti Vogum, en í þeim síðari skoruðu Vesturbæingar þrjú mörk og þar við sat.
Nú standa yfir leikir Fram og Þróttar Reykjavík, þar sem gestirnir leiða 1-3. Þá er 5. deildar lið RB í heimsókn á Hlíðarenda en Valsarar leiða 2-1.
Önnur úrslit:
KA 5 - 0 Uppsveitir
Leiknir Reykjavík 1 - 0 Selfoss
Fjölnir 0 - 2 Breiðablik