19. apríl 2023 kl. 21:22
Íþróttir

Valur leiðir í úrslitaeinvíginu

Valur sigraði Keflavík í fyrsta leik úrslitaeinvígis Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 66-69.

Mummi Lú

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 15-14, Keflavík í vil. Leikurinn var jafn nær allan leikinn en Keflavík náði þó níu stiga forskoti og leiddi 38-29 í hálfleik. Valskonur komu sterkar til baka gegn deildarmeisturunum og mjótt var á mununum í lokaleikhlutanum. Taugar þeirra reyndust sterkari á lokasprettinumog leiða þær nú í einvíginu.

Daniela Murillo leiddi sóknarleik Keflavíkur með 17 stig en Simona Costa fór fyrir gestunum frá Hlíðarenda með 20 stig.