Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

„Ekki búinn að átta mig á því hvað þetta er stórt“

Jóhann Páll Ástvaldsson

,

Birnir Freyr Hálfdánarson er einn efnilegasti sundmaður landsins en hann gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet Anton Sveins McKee í fjórsundi á Íslandsmóti.

„Maður er búinn að vera með þetta markmið síðan síðasta sumar. Að sjá að öll vinnan sem maður setti í þetta hafi verið þess virði þegar maður sá þetta Íslandsmet. Ég held ég sé sjálfur ekki búinn að átta mig á því hvað þetta er stórt. En það er að koma.“

Æfingaálagið er mikið hjá Birni, en hann fer á þrettán æfingar í viku. „Ef maður er ekki í skólanum er maður í æfingu. Ef maður er ekki í æfingu er maður sofandi.“

Þá ræðir Birnir einnig styrkleika sína í fjórsundi, fyrirmyndir sínar í sundi og hversu miklu máli Íslandsmetið skiptir. Metið hafði staðið í átta ár þar til Birnir sló það.

Íslandsmet Birnis má sjá hér.