Íslenska kvennalandsliðið mætir Finnum í júlí
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær Finnland í heimsókn 14. júlí í vináttulandsleik en KSÍ greindi frá þessu í dag. Þetta verður annar af tveimur leikjum sem liðið mun leika í júlí en hver seinni viðureignin verður mun koma í ljós síðar.
Ísland hefur níu sinnum spilað gegn Finnum, hvort liðið um sig hefur unnið þrjá þeirra og þrisvar hafa þau gert jafntefli. Þar að auki hafa bæði lið skorað níu mörk í þessum níu leikjum.
Næstu keppnisleikir Íslands verða væntanlega í þjóðardeildinni sem fer af stað í september en dregið verður í riðla 2. maí.
👀 A kvenna mætir Finnlandi í vináttuleik föstudaginn 14. júlí á Laugardalsvelli.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 25, 2023
🇮🇸 Þetta verður fyrri af tveimur vináttuleikjum liðsins í júlí, en mótherjar í síðari leiknum verða kynntir á næstunni.
🇫🇮 We will be playing a friendly against Finland in July.#dottir pic.twitter.com/yRl71HqnCh