25. apríl 2023 kl. 21:28
Íþróttir
Leeds og Leicester gerðu jafntefli
Þrír leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Leeds og Leicester eru bæði í mikilli fallbaráttu en liðin mættust á Elland Road, heimavelli Leeds, í kvöld. Liðin skildu jöfn, 1-1, en eitt stig gerir lítið fyrir liðin. Leeds er nú með 30 stig í 16. sæti, stigi meira en Leicester, en Everton er með 28 stig í fallsæti og Nottingham Forest með 27 en þau lið eiga nú leik til góða á Leeds og Leicester.
Aston Villa lyfti sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Fulham og eru þar með í Evrópudeildarsæti sem stendur. Á sama tíma tók Wolves á móti Crystal Palace þar sem heimamenn unnu 2-0.