25. apríl 2023 kl. 21:20
Íþróttir

Valur vann stórslaginn

Valur og Breiðablik mættust að Hlíðarenda í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Heimakonur unnu 1-0.

Leikurinn var nokkuð fjörugur en hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. Valsarinn Þórdís Elva Ágústsdóttir átti skemmtilegustu tilraun hálfleiksins þegar hún skaut af um 40 metra færi en boltinn hafnaði í þverslánni.

Anna Rakel Pétursdóttir skoraði eina mark leiksins á 74. mínútu eftir að vörn Breiðabliks misreiknaði sendingu Láru Kristínar Pedersen. Blikakonur reyndu hvað þær gátu að jafna leikinn, til að mynda átti Agla María Albertsdóttir þrumuskot á lokasekúndum leiksins sem small í slánni.

Valur byrjar titilvörnina því á sigri en fyrsta umferðin klárast á morgun með tveimur leikjum.

Ásís Karen Halldórsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir, leikmenn Vals, fagna marki Ásdísar í bikarúrslitaleik Vals og Breiðabliks 2022
RÚV / Mummi Lú