29. apríl 2023 kl. 18:25
Íþróttir

Stjarnan og ÍBV byrja undanúrslitin á sigrum

Undanúrslitin í úrslitakeppni kvenna í handbolta fór af stað í dag. Í undanúrslitunum eigast annars vegar ÍBV og Haukar við og hins vegar Valur og Stjarnan.

Sem efstu tvö lið deildarinnar sátu ÍBV og Valur hjá í fyrstu umferðinn þar sem Stjarnan hafði betur gegn KA/Þór. Stjörnuliðið hefur verið á siglingu en það voru Valskonur sem voru skrefi á undan í fyrri hálfleik í dag og leiddu að honum loknum með einu marki, 14-13.

Seinni hálfleikurinn var áfram jafn, raun svo jafn að eftir venjulegan leiktíma var staðan 25-25 og því þurfti að framlengja. Stjarnan var betri aðilinn í framlengingunni og hafði sigur að lokum, 32-28. Stjarnan er því 1-0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

Öruggt hjá Eyjakonum

Í Vestmanneyjum áttust svo við ÍBV og Haukar en Haukakonur gerðu sér lítið fyrir og slógu ríkjandi Íslandsmeistara Fram úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar voru þó stöðvaðir í dag þar sem heimakonur unnu sjö marka sigur, 29-22. ÍBV var yfir í hálfeik 12-10 og jafnræði var á með liðunum þar til um miðjan seinni hálfleik þegar ÍBV breikkaði bilið. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.