4. maí 2023 kl. 14:53
Íþróttir

Þrír íslenskir keppendur staðfestir á HM í áhaldafimleikum

Fimleikasamband Íslands hefur staðfest að þrír íslenskir keppendur verði á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Belgíu september og október.

Thelma Aðalsteinsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Valgarð Reinhardsson verða öll á meðal keppenda í fjölþraut á HM en þau tryggðu sér sæti á mótinu með góðum árangri á Evrópumótinu sem fram fór í Tyrklandi í apríl.

Mótið fer fram 30. september - 8. október og sýnt verður beint frá úrslitum þess á RÚV.

Margrét Lea Kristinsdóttir á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2023
Fimleikasamband Íslands