6. maí 2023 kl. 18:59
Íþróttir

Valur trygg­ir sér sæti í úr­slit­um

Valur er fyrra liðið til að tryggja sæti sitt í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna í handbolta eftir 20-27 sigur á Stjörnunni í kvöld. Valur vann einvígið samanlagt 3-1.

Valskonur voru alltaf skrefinu á undan í dag, staðan var 9-12 í hálfleik og Stjarnan náði aldrei að gera alvöru atlögu að því að jafna í síðari hálfleik. Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum í sóknarleik Valsara og skoraði 10 mörk. Hjá Stjörnunni skoraði Helena Rut Örvarsdóttir 8 mörk.

Valur mætir annaðhvort ÍBV eða Haukum í úrslitum en þau lið leika oddaleik í Vestamannaeyjum á þriðjudag.