9. maí 2023 kl. 21:10
Íþróttir

Breiðablik fór illa með Keflavík

Breiðablik sigraði Keflavík 0-6 í Bestu deild kvenna rétt í þessu í 3. umferð deildarinnar. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sitt annað mark í sumar á 1. mínútu leiksins. Kristrún Ýr Hólm varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 23. mínútu og skömmu síðar skoraði Agla María Albertsdóttir af vítapunktinum.

Mummi Lú

Ósköpin héldu áfram að dynja á Keflavík er Júlia Ruth Thasaphon fékk reisupassann á 27. mínútu. Katrín Ásbjörnsdóttir, Taylor Marie Ziemer og Hafrún Rakel Halldórsdóttir bættu við mörkum og þar við sat.

Breiðablik er nú jafnt Þrótt, Val og Þór/KA á toppnum, en Þróttur og Valur hafa unnið báða leiki sína og eiga leik til góða. Keflavík er um miðja deild.