10. maí 2023 kl. 22:26
Íþróttir
ÍR upp í úrvalsdeild kvenna í handbolta
ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild kvenna í handbolta eftir sigur á Selfyssingum í oddaleik í umspilinu, 30-27. Selfoss varð í sjöunda sæti Olís deildarinnar á þessu tímabili en ÍR varð í öðru sæti fyrstu deildar og léku liðin því umspil um úrvalsdeildarsæti á næstu leiktíð.
ÍR vann fyrstu tvo leiki einvígisins en Selfoss næstu tvo og jafnaði í 2-2 áður en kom að oddaleiknum í kvöld. Sigur ÍR þýðir að Selfoss fellur úr Olís deildinni.