20. maí 2023 kl. 13:31
Íþróttir

Bayern tókst ekki að tryggja titilinn

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Bayern München sem gerði markalaust jafntefli við Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Bayern hefði tryggt sér þýska meistaratitilinn með sigri en stendur þó vel að vígi í baráttunni um titilinn.

Bayern er með 56 stig þegar liðið á einn leik eftir og er fimm stigum á undan Wolfsburg sem á tvo leiki eftir. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var allan tímann á varamannabekknum hjá Bayern en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahópnum.