21. maí 2023 kl. 3:48
Íþróttir

Denver Nuggets 3:0 yfir í einvíginu við LA Lakers

Denver Nuggets bætti enn stöðu sína í einvíginu við Los Angeles Lakers í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Leikið var á heimavelli Lakers í Crypto.com höllinni í miðborg Los Angeles.

Nikola Jokic leikmaður Denver Nuggets í höggi við tvo leikmenn LA Lakers í þriðja deild liðanna um sæti í úrslitum NBA deildarinnar bandarísku, 20. maí 2023. Nuggets sigruðu í þriðja leik liðanna 109:109 í Crypto.com höllinni í Los Angeles.
EPA-EFE/ALLISON DINNER

Nuggets er komið þrjú núll yfir eftir 119 : 108 sigur og því aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit NBA fyrsta sinni í sögu félagsins. Jamal Murray átti hörkuleik fyrir Nuggets og skoraði 37 stig og Nikola Jokic 24, en liðsmenn Lakers gerðu hvað þeir gátu til að halda aftur af honum.

Anthony Davis skoraði 24 stig fyrir Lakers og þeir LeBron James og Austin Reaves 23 hvor. Viðbúið er að Lakers, sautjánfaldir NBA meistarar, leggi allt í sölurnar fyrir sigur á mánudag til að komast hjá algerri niðurlægingu í einvíginu.