28. maí 2023 kl. 15:36
Íþróttir

Verstappen vann Mónakó-kappaksturinn

Max Verstappen vann sinn fjórða kappakstur á tímabilinu þegar hann kom fyrstur í mark í Mónakó í dag. Verstappen er langefstur á stigalistanum með 144 stig en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, er annar með 105 stig.

Perez ræsti aftastur í dag þar sem hann þurfti að draga sig úr keppni í tímatökunni í gær eftir árekstur. Hann náði einungis að vinna sig upp í 16. sæti og fékk því engin stig.

Fernando Alonso, sem keyrir fyrir Aston Martin, varð annar og ökumaður Alpine, Esteban Ocon, varð þriðji. Einn sigursælasti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, varð að láta sér fjórða sætið duga en hann er einnig fjórði í heildarstigakeppninni með 69 stig.

Max VerstappenEPA / Christian Bruna