2. júní 2023 kl. 18:26
Íþróttir
Pavel áfram þjálfari Tindastóls
Nú í kvöld skrifaði Pavel Ermolinskij, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls, undir nýjan samning við félagið og verður hann því áfram við stjórnvölinn næstu tvö árin hið minnsta.
Í tilkynningu frá Tindastóli kemur einnig fram að Pavel muni koma að unglingastarfi Tindastóls karla- og kvennamegin samhliða þjálfun karlaliðsins. Pavel tók við Tindastóli í janúar á þessu ári og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn á sínu fyrsta tímabili.