4. júní 2023 kl. 16:26
Íþróttir
Fyrstu umferð Íslandsmóts í rallakstri lokið
Fyrstu umferð Íslandsmóts í rallakstri er lokið, en Akstursíþróttafélag Suðurnesja hélt Orkurallið þar sem 110 km voru eknir á sérleiðum.
Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Guðjónsson unnu rallið með tæpt fjögurra mínútna forskot, en þeir hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu þrjú árin.
Birgir Guðbjörnsson og Daníel Jökull Valdimarsson enduðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu Jósef Heimir Guðbjörnsson og Sævar Sigtryggsson og þar á eftir kom yngsta áhöfn keppninnar, systkinin Jóhann Ingi Fylkisson og Heiða Karen Fylkisdóttir.
Myndefni má sjá í íþróttafréttum RÚV í kvöld.