6. júní 2023 kl. 17:31
Íþróttir

Logi og Sölvi í eins leiks bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hittist í dag og hefur úrskurðað leikbönn í fótbolta. Þar ber helst að nefna að Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen fá ekki auka refsingu fyrir rauðu spjöldin sem þeir fengu í leik Víkings og Breiðablik í Bestu deild karla nýverið. Allt sauð upp úr undir lok leiks þegar Breiðablik jafnaði í uppbótartíma, 2-2.

RÚV / Mummi Lú

Logi ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks. Sölvi fékk rautt spjald fyrir orðaskipti við dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson. Báðir tveir verða því í banni gegn Fram í Bestu deild karla sunnudaginn næstkomandi.

Þá voru ýmsir aðrir leikmenn dæmdir í bönn. Allan listann máfinna hér.