19. júní 2023 kl. 2:31
Íþróttir

Wyndham Clark vann opna bandaríska

Bandaríkjamaðurinn Wyndham Clark stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í nótt. Ekki mátti miklu muna en hann lék á 10 höggum undir pari og var einu höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy.

Wyndham Clark fagnar sigri á opna bandarískameistarmótinu í golfi.
EPA / Etienne Laurent

Þetta var fyrsti sigur Clark á stórmóti. McIlroy vann síðast stórmót árið 2014 en hefur nokkrum sinnum komið nálægt því að vinna, nú síðast í nótt.