Þýskaland tryggði sér rétt í þessu sæti í undanúrslitum á HM karla í körfubolta. Þýskaland vann Lettland í spennandi leik, 81-79.
Lettar áttu síðustu sókn leiksins og Davis Bertans tók þriggja stiga skot fyrir sigri, en það geigaði. Þjóðverjar munu mæta Bandaríkjunum í undanúrslitum á föstudaginn.
Kanada og Slóvenía mætast í beinni útsendingu á RÚV klukkan 12:30. Þau berjast um síðasta lausa sætið í undanúrslitum og þá um að mæta Serbum í undanúrslitum.