10. september 2023 kl. 18:38
Íþróttir
Fótbolti

Öll liðin í fallhættu fyrir lokaumferðina

Úr 1-0 sigri Keflavíkur gegn Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta 22. maí 2023.
Mummi Lú

Næst síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta var leikin í dag. Tindastóll vann Selfoss 2-1 á Selfossi og Keflavík lagði ÍBV 2-1 í Eyjum. Selfoss var þegar fallið í B-deildina en hin liðin þrjú eru öll í fallhættu fyrir lokaumferðina sem verður um næstu helgi.

Selfoss er í neðsta sæti með 11 stig en svo koma Keflavík og ÍBV með 21 stig þar sem ÍBV er með betri markatölu sem nemur þremur mörkum. Tindastóll er svo með 23 stig í efsta sæti neðri hlutans. Í lokaumferðinni mætast annars vegar Keflavík og Selfoss og hins vegar Tindastóll og ÍBV.

Besta deild kvenna - neðri hlutinn