26. september 2023 kl. 21:14
Íþróttir
Körfubolti

Grindavík byrjar af krafti í Subway deild kvenna

Subway deild kvenna fór af stað í kvöld með fjórum leikjum. Grindavík og Fjölnir mættust í fyrsta sjónvarpsleik vetrarins þar sem Grindvíkingar höfðu tíu stiga sigur á heimavelli, 81-71.
Raguel Lainero í liði Fjölnis var með 25 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar.

Hulda Björk Ólafsdóttir fór fyrir heimakonun með 22 stig, fimm fráköst og eina stoðsendingu.
Þór Akureyri vann Stjörnuna í endurkomu sinni í efstu deild, 67-58. Valur vann Breiðablik örugglega 58-75.

Ekki eru komin úrslit úr leik Hauka og Snæfells.

Uppfært 21:33. Haukar fóru illa með nýliða Snæfells en lokatölur urðu 109-37 á Ásvöllum.

Á morgun er leikur Njarðvíkur og Keflavíkur á dagskrá og þar með lýkur fyrstu umferð.