Manchester United er komið áfram í 16 liða úrslit enska deildarbikarsins í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur gegn Crystal Palace.
EPA
Casemiro og Alejandro Garnacho skoruðu í fyrri hálfleik og Anthony Martial bætti við þriðja markinu í seinni hálfleik.
Mason Mount sneri aftur í liðið í kvöld og lagði upp eitt mark.
Úrvalsdeildarliðið Wolves er dottið út eftir 3-2 tap gegn Ipswich sem hafa leikið vel í næstefstudeild í ár. Þá sigraði Burnley lið Salford örugglega, 0-4.