Naumt tap gegn Tyrkjum gefur góð fyrirheit
Samantekt: Naumt tap gegn Tyrkjum gefur góð fyrirheit
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta sýndi í kvöld að framtíðin er björt. Ungt lið Íslands lék vel gegn sterku liði Tyrkja í undakeppni EM 2024 í körfubolta. Tyrkir eru í 14. sæti heimslista FIBA og eru tíunda besta lið Evrópu. Hæðarmunurinn var þó nokkur en nokkrir af bestu leikmönnum Tyrklands spila í bandarísku atvinnumannadeildinni WNBA og í Euroleague.
Lokatölur urðu 65-72.
Ísland byrjaði leikinn vel og náði 6-1 áhlaupi. Þá vöknuðu Tyrkir örlítið til lífs og staðan var 17-20 að fyrsta leikhluta loknum. Tyrkland gaf í undir lok fyrri hálfleiksins og staðan var 26-39 þeim í vil þegar liðin gengu til búningsklefa.
Ísland byrjaði að saxa vel á forskot Tyrklands í þriðja leikhluta og var staðan 40-50 þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta. Munurinn var kominn niður í sjö stig, 50-57 þegar fjórði leikhluti var að hefjast. Jana Falsdóttir setti niður mikilvægt skot í lok þriðja leikhlutans.
Ísland gaf í eftir hálfleik
Ísland var þó hvergi nærri hætt og Thelma Dís Ágústsdóttir setti mikilvægan þrist og minnkaði muninn í 53-57. Þá var tyrkneska þjálfaranum nóg boðið. Tók hann leikhlé og hélt þrumuræðu yfir leikmönnum sínum.
Ísland hélt muninum enn þá í fjórum til fimm stigum en Tyrkir sköpuðu sér smá pláss er þeir komu sér í sjö stiga forskot, 57-65. Þá voru tvær mínútur eftir af leiknum.
Íslenska liðið lék vel í kvöld og sýndi hvað í því býr. Það vantaði herslumuninn upp á undir lokin. Það má þó ef til vill segja að það sé ákveðið afrek að vera í þeirri stöðu að geta mögulega unnið Tyrki undir lok leiks.
Frábær fyrsti leikur Jönu
Mætingin í Ólafssal í kvöld var góð og áhorfendur létu vel í sér heyra. Jana Falsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í kvöld og stóð vaktina vel á báðum endum vallarins. Þá bætti Helena Sverrisdóttir landsleikjamet sitt enn frekar er hún spilaði sinn 81. landsleik.
Tyrkneska liðið vann stórsigur á Slóvakíu í sínum fyrsta leik, 75-40. Úrslit kvöldsins gefa því góð fyrirheit fyrir komandi leiki í undankeppninni. Ísland tapaði fyrsta leik sínum ytra gegn Rúmeníu en liðið er ungt og framtíðin er björt.
Munurinn fjögur stig þegar fimm mínútur eru eftir
Enn er mjótt á mununum þegar nokkar mínútur lifa af leiknum. Stelpurnar hafa leikið frábærlega en við þurfum enn betri lokasprett.
Fjögurra stiga munur!
Erum við að ná endurkomunni? Munurinn er nú einungis fjögur stig, 53-57 en Thelma Dís Ágústsdóttir setti rétt í þessu niður risa stórt þriggja skot þegar átta mínútur eru eftir af leiknum.
Tyrkneski þjálfarinn er langt því frá sáttur og þrumar yfir sínum leikmönnum í leikhléi.
Munurinn minnkaður í sjö stig
Jana Falsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í þennan leik. Þegar þriðja leikhluta er lokið er staðan 50-57 en Jana var rétt í þessu að setja niður mikilvægt skot til að loka leikhlutanum.
Þetta er hennar fyrsti landsleikur
Tíu stiga munur
Ekki hefur gengið að saxa á forskot Tyrklands frá því í hálfleik. Munurinn hefur enn haldist í tíu stigum í þriðja leikhluta. Staðan er 40-50 þegar fjórar mínútur eru eftir af þriðja leikhluta.
Svipmyndir úr fyrri hálfleik
Sprettur hjá Tyrklandi
Tyrkland steig á bensíngjöfina undir lok fyrri hálfleiks. Staðan er 26-39 þegar liðin ganga til búningsklefa. Innan skamms kemur stutt myndaveislu úr fyrri hálfleik.
Fimm stiga munur
Íslensku stelpurnar halda áfram að spila vel. Þegar fjórar mínútur eru eftir af öðrum leikhluta er staðan 26-32.
Við þurfum bara smá áhlaup í lok fyrri hálfleiks.
Góður fyrsti leikhluti að baki
Íslenska liðið spilaði vel gegn stórliði Tyrkja í fyrsta leikhluta. Staðan var 17-20 að honum loknum en Ísland byrjaði með 6-1 áhlaupi.
Það er ljóst að orkan í Ólafssal er að skila sér til stelpnanna.
Staðan er nú 17-23 Tyrklandi í vil.
Ísland byrjar af krafti
Íslenska liðið byrjar af krafti en staðan er 6-2 þegar sjö mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.
Birna Valgerður Benonýsdóttir átti þarna möguleika á að bæta enn frekar við góða byrjun með þristi sem geigaði, því miður.
Koma svo!
Hávaxið lið Tyrkja
Það er verið að kynna liðin inn á völlinn og nú óma þjóðsöngvar um Ólafssal.
Tyrkneska liðið hefur vinninginn þegar kemur að hæð leikmanna í kvöld.
Stillið inn á beina útsendingu frá leiknum í spilaranum hér að ofan.
Við ætlum að stríða Tyrkjum
Plötusnúðurinn í Ólafssal er búinn að kveikja vel í áhorfendum í Ólafssal. Crazy in Love ómaði rétt í þessu á meðan sérfræðingar RÚV fóru yfir hve gæðamikið lið Tyrkja er. Liðið er númer 14 á heimlista FIFA og tíunda besta lið Evrópu.
Liðin eru að klára upphitun. Mætingin lítur út fyrir að verði með besta móti á þessu sunnudagskvöldi. Gunnar Birgisson er okkar maður á svæðinu. Hann lýsir leiknum auk þess að taka viðtöl og tók hann þessa mynd.
"Veisla að fá svona lið til ykkar," segir Logi Gunnarsson. "Við ætlum klárlega að stríða þeim og maður veit aldrei," sagði hann svo. Logi telur að stórlið geti orðið pirruð þegar þau koma í heimsókn og að það sé ákveðinn lykill að því að sigra Tyrki í dag.
Við erum farin í loftið - Benedikt í viðtali
Útsending er hafin. Benedikt Þór Guðmundsson býst við ansi erfiðum leik gegn Tyrkjum þegar Gunnar Birgisson ræddi við hann. „Þetta verður mjög erfitt. Vonandi getum við strítt þeim eitthvað. En vonandi getum við bætt okkur eitthvað. Við skulum samt ekki útiloka eitt né neitt,“ sagði Benedikt.
Leikmenn tyrkneska landsliðsins spila í WNBA deildinni í Bandaríkjunum auk Euroleague Evrópukeppninnar. Benedikt segist hafa séð jákvæða punkta á sóknarleiknum gegn Rúmeníu og að liðskonur eigi að njóta þess að spila gegn Tyrklandi. Hann sér einnig fram á að dreyfa mínutum vel milli allra tólf leikmannana.
Ungt og spennandi lið - Helena reyndust
Helena Sverrisdóttir er leikreyndasti leikmaður liðsins. Hún sló landsleikjametið gegn Rúmeníu nýverið er hún spilaði sinn 80. landsleik.
Jana kom inn í hópinn fyrir Söru Líf Boama úr Val en Sara lék gegn Rúmeníu.
Helena í leik með Haukum í ár.
Svona er hópurinn skipaður:
Nafn · Félag · Landsleikir
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík · 9
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur · 13
Birna Valgerður Benónýsdóttir · Keflavík · 10
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur · 19
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík · 14
Helena Sverrisdóttir · Haukar · 80
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Panserraikos Serres, Grikklandi · 13
Ísold Sævarsdóttir · Stjarnan · 1
Jana Falsdóttir · Njarðvík · Nýliði
Thelma Dís Ágústsdóttir · Keflavík · 19
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar · 5
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar · 32
Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Læknir: Berglind LáruGunnarsdóttir
Hér má sjá tilþrif úr landsliðsferli Helenu.
Allt klárt fyrir útsendingu
Einar Örn Jónsson stýrir stofu dagsins sem hefst klukkan 18:00. Með honum til halds og trausts í upphituninni eru fyrrum landsliðsfólkið Logi Gunnarsson og Pálína Gunnlaugsdóttir.
Gunnar Birgisson lýsir leiknum.
Það er allt að verða klárt fyrir þessa körfuboltaveislu. Nær Ísland að sigra sterkt lið Tyrkja?
Leikið í Ólafssal - frítt inn
Ísland leikur sinn annan leik í undankeppni EM 2024. Tyrkneska liðið sýndi styrk sinn í fyrstu umferð riðilsins með 74-40 sigri gegn Slóvakíu. Ísland tapaði ytra gegn Rúmeníu, 82-70.
Frítt er á völlinn í dag en leikurinn sjálfur hefst 18:30. Leikið er í Ólafssal á félagssvæði Hauka á Ásvöllum.
Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV2. Hægt er að finna útsendingu í spilaranum auk beinnar útsendingar í sjónvarpi.