12. nóvember 2023 kl. 20:10
Íþróttir
Sund

Jóhanna og Eva fjórfaldir Íslandmeistari í sundi

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Eva Margrét Falsdóttur áttu góða helgi Íslandsmótinu í 25 metra laug í sundi. Þær urðu fjórfaldir Íslandsmeistarar og Jóhanna tryggði sig inn á EM.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir
SSÍ

Jóhanna Elín stundar nám í Bandaríkjunum en kom til landsins til að taka þátt í mótinu. Jóhanna tryggði sig inn á Evrópumeistaramótið sem fer fram í desember næstkomandi í 50 metra skriðsundi. Jóhanna vann 50 og 100 metra skriðsund auk 50 metra flugsunds. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í 100 metra flugsundi í dag.

Eva Margrét Falsdóttir sigraði í 100m, 200m og 400m fjórsundi og 200m bringusundi.

Þá varð Katja Lilja Andriysdóttir þrefaldur Íslandsmeistari en hún sigraði í 400, 800 og 1500 metra skriðsundi um helgina. Anton Sveinn vann einnig allar bringusundsgreinar mótsins en það voru 50, 100 og 200 metra bringusund.

Símon Elías Statkevicius varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari en hann sigraði í 50 og 100 metra skriðsundi og 50 metra flugsundi.