13. nóvember 2023 kl. 13:43
Íþróttir
Fótbolti

Þjálfara Íslendingaliðs Norrköping sagt upp

Forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping hafa rift samningi við þjálfarann Glen Riddersholm. Í tilkynningu frá liðinu er honum þakkað fyrir hans stöf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Lokaumferð sænsku deildarinnar var í gær og Norrköping tapaði 2-0 í síðasta leiknum gegn Sirius. Liðið hafnaði í níunda sæti af sextán liðum í deildinni.

Þrír Íslendingar leika með liðinu. Arn­ór Ingvi Trausta­son, Ísak Andri Sig­ur­geirs­son og Ari Freyr Skúlason. Andri Lucas Guðjohnsen er einnig samningsbundinn Norrköping en er á láni hjá Lyngby í Danmörku.

Ari Freyr lék reyndar sinn síðasta leik á ferlinum í gær en hann tilkynnti í byrjun nóvember að hann hygðist leggja skóna á hilluna. Í framhaldinu myndi hann koma að þjálfun meistaraflokks Norrköping sem og yngri flokka.