5. desember 2023 kl. 21:56
Íþróttir
Körfubolti

Grindvíkingar setja pressu á Keflavík

Þrír leikir voru í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar eru nú tveimur stigum á efitr toppliði Keflavíkur.

Charisse Fairley
Mummi Lú

Á Hlíðarenda fékk Valur Grindavík í heimsókn. Grindvíkingar voru fyrir leikinn fjórum stigum frá toppliði Keflavíkur og gátu því saxað á forskot nágranna sinna með sigri. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en gestirnir voru svo mun sterkari í öðrum leikhluta og munurinn jókst hægt og bítandi. Grindavík leiddi með 14 stigum í hálfleik 33-47. Munurinn jókst svo bara í seinni hálfleiknum og Grindavík vann að lokum öruggan 21 stiga sigur, 72-93. Grinda­vík er þá með 18 stig í öðru sæti deild­ar­inn­ar, tveim­ur stig­um á eft­ir Keflavík.

Nýliðar Snæfells töpuðu gegn Þór frá Akureyri, 65-98. Þá vann Stjarnan Fjölni með sex stiga mun, 66-72.