16-liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta klárast í dag með fjórum leikjum. Mikið jafnræði er í úrvalsdeild karla í körfubolta sem stendur en fimm lið eru með 14 stig á toppi deildarinnar. Tvö þeirra verða í eldlínunni í 16-liða úrslitunum í dag.
Álftanes mætir Fjölni úr 1. deildinni. Topplið Keflavíkur mætir sömuleiðis 1. deildarliði, Selfossi. Þá er 1. deildarslagur þegar KR og Þróttur mætast. Úrvalsdeildarslagur dagsins er leikur Grindavíkur og Hauka en sá leikur verður sýndur beint á RÚV 2 kl. 19:30.
Leikir dagsins í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í kördubolta:
19:15 Álftanes - Fjölnir
19:15 Selfoss- Keflavík
19:15 KR - Þróttur
19:30 Grindavík - Haukar - RÚV 2
Valur, Stjarnan, Tindastóll og Höttur eru þegar komin í átta liða úrslitin.