22. desember 2023 kl. 21:57
Íþróttir
Handbolti

Stórleikur Ómars Inga

Ómar Ingi Magnússon fór mikinn fyrir Magdeburg þegar liðið lagði Göppingen 31-27 í þýska handboltanum í kvöld. Ómar Ingi skoraði 12 mörk og lagði upp 4. Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk og lagði upp 6 og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 1 og lagði upp annað. Magdeburg er efst í deildinni með jafnmörg stig og Füchse Berlin sem vann Leipzig 37-28. Viggó Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Leipzig og Andri Már Rúnarsson 3.

Teitur Örn Einarsson skoraði svo 4 mörk fyrir Flensburg sem vann Balingen 34-32 í hörkuleik. Oddur Grétarsson skoraði 1 fyrir Balingen en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.

Arnar Freyr Arnarsson lék svo en skoraði ekki fyrir Melsungen sem vann Hannover-Burgdorf 34-30.

Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu í handbolta gegn Ungverjalandi á HM 2023.
EPA