Einn leikur fór fram í A-deild úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í kvöld og þar urðu óvænt úrslit. Njarðvík sem hafði unnið síðustu níu leiki sína í röð tapaði fyrir nýliðunum í Stjörnunni 77-73.
Stjarnan sem hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum í röð komust með sigrinum upp í 4. sæti með 20 stig. Njarðvík fór á mis við að jafna toppliðið Keflavík að stigum og er í 2. sæti með 28 stig. Þetta er fyrsta tap Njarðvíkur síðan í lok nóvember. Ísold Sævarsdóttir skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna.
RÚV / Mummi Lú
Í neðri hluta deildarinnar vann Valur 12 stiga sigur á Snæfelli, 69-57. Á Akureyri höfðu Fjölniskonur betur gegn Þór, 70-79.