13. febrúar 2024 kl. 21:10
Íþróttir
Handbolti

Haukakonur upp í annað sæti

Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í handbolta í kvöld. Haukar unnu eins marks sigur á Aftureldingu, 29-28. Haukar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10.

Þetta var lokaleikur 17. umferðar og eru Haukar með 26 stig í öðru sæti, tveimur stigum á undan Fram sem er í þriðja sæti. Afturelding er í sjöunda og næst neðsta sæti með 6 stig.

Elín Klara Þorkelsdóttir
2023-09-09 Stjarnan - Haukar
RÚV / Mummi Lú

Staðan í Olís deild kvenna