17. mars 2024 kl. 15:45
Íþróttir
Fótbolti

Ch­el­s­ea líður mun betur í bikar en deild

Chelsea er nú komið í undanúrslit ensku bikarkeppni karla í fótbolta eftir sigur gegn Leicester, 4-2. Chelsea er í 11. sæti úrvalsdeildarinnar en á nú ágætis möguleika á að lyfta bikarnum aftur en liðið varð bikarmeistari tímabilið 2021-22.

Fótboltamaðurinn Cole Palmer fagnar marki fyrir Chelsea gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni
EPA / Isabel Infantes

Spænski vinstri bakvörðurinn kom Chelsea yfir snemma leiks eftir laglegan undirbúning Nicholas Jackson. Það dró svo aftur til tíðinda á 25. mínútu er Chelsea fékk vítaspyrnu. Raheem Sterling fór á punktinn en slök spyrna hans var varin.

Leicester liðar komu sér aftur inn í leikinn en Disasi gerði sjálfsmark áður en Mavididi jafnaði metin á 62. mínútu. Leikmenn Chelsea skoruðu svo tvö mörk í uppbótartíma en þar voru á ferð Chukwuemeka og Madueke.

Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra en er sem stendur í efsta sæti næstefstu deildar. Leikur Manchester United og Liverpool stendur nú yfir en Manchester City og Coventry eru komin í undanúrslit ásamt Chelsea.