28. mars 2024 kl. 21:12
Íþróttir
Körfubolti

Höttur og Álftanes tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

Leikið var í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Höttur tryggði sér þá sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn með sigri á Tindastóli 87-82. Höttur fór með sigrinum upp fyrir Tindastól sem er nú í áttunda sæti með 20 stig og mun berjast við Stjörnuna um síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Nýliðar Álftaness tryggðu sér sömuleiðis sæti í úrslitakeppninni þegar þeir lögðu Hauka að velli 98-91. Álftnesingar.voru með yf­ir­hönd­ina að lokn­um fyrri hálfleik og leiddu þá með átta stig­um, 50-42. Hauk­ar mættu öflugir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu mun­inn þrjú stig, 71-68, fyrir lokaleikhlutann. Álftnesingar náðu þá vopnum sínum að nýju í lokafjórðungnum og unnu sjö stiga sigur 98-91.

Sigurinn þýðir að Álftanes er með 24 stig í sjötta sæti og öruggt með sæti í úrslitakeppninni. Það var útséð fyrir leik að Haukar myndu hafna í tíunda sæti deildarinnar, og eru ekki á leið í úrslitakeppnina.

Dino Stipcic í leik Álftaness og Grindavíkur í úrvalsdeild karla í körfubolta 2023.
Mummi Lú